Nýtt og gamalt frá My Morning Jacket

Köntrírokkarnir frá Kentucky, My Morning Jacket, tilkynntu útgáfu þeirra sjöttu breiðskífu nýverið. Circuital, eins og platan mun nefnast, lendir í hillum verslanna í snemma í vor. Jibbí! Þar til platan lítur dagsins ljós ætlar sveitin að létta aðdáendum biðina með vikulegu fríkeypis góðgæti. Um er að ræða hljómleikaupptökur með sveitinni sem hægt verður að sækja á heimasíðu MMJ. Þetta mun standa í fimm vikur eða til 12. apríl þegar fyrsta smáskífan af plötunni kemur út.

Hér að neðan má heyra fyrsta lagið í seríunni; “Butch Cassidy” sem upprunalega kom út á Tennessee Fire, fyrstu plötu þeirra félaga. Ætla má að næsta lag tilheyri At Dawn, það þriðja It Still Moves, og svo framveigis.

My Morning Jacket – Butch Cassidy (Live at Terminal 5)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Nýtt og gamalt frá My Morning Jacket”

  1. […] Pecknold, söngvari hljómsveitarinnar Fleet Foxes, er rétt eins og My Morning Jacket í gjafmildu skapi þessa dagana. Á Feisbúkkar-síðu sveitarinnar deildi Robin hlekk á þrjú ný lög sem hann tók nýverið […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.