• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt og gamalt frá My Morning Jacket

Köntrírokkarnir frá Kentucky, My Morning Jacket, tilkynntu útgáfu þeirra sjöttu breiðskífu nýverið. Circuital, eins og platan mun nefnast, lendir í hillum verslanna í snemma í vor. Jibbí! Þar til platan lítur dagsins ljós ætlar sveitin að létta aðdáendum biðina með vikulegu fríkeypis góðgæti. Um er að ræða hljómleikaupptökur með sveitinni sem hægt verður að sækja á heimasíðu MMJ. Þetta mun standa í fimm vikur eða til 12. apríl þegar fyrsta smáskífan af plötunni kemur út.

Hér að neðan má heyra fyrsta lagið í seríunni; “Butch Cassidy” sem upprunalega kom út á Tennessee Fire, fyrstu plötu þeirra félaga. Ætla má að næsta lag tilheyri At Dawn, það þriðja It Still Moves, og svo framveigis.

My Morning Jacket – Butch Cassidy (Live at Terminal 5)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. Robin Pecknold færir okkur gjafir | Rjóminn · 07/03/2011

    […] Pecknold, söngvari hljómsveitarinnar Fleet Foxes, er rétt eins og My Morning Jacket í gjafmildu skapi þessa dagana. Á Feisbúkkar-síðu sveitarinnar deildi Robin hlekk á þrjú ný lög sem hann tók nýverið […]

Leave a Reply