Robin Pecknold færir okkur gjafir

Robin Pecknold, söngvari hljómsveitarinnar Fleet Foxes, er rétt eins og My Morning Jacket í gjafmildu skapi þessa dagana. Á Feisbúkkar-síðu sveitarinnar deildi Robin hlekk á þrjú ný lög sem hann tók nýverið upp í Los Angeles ásamt félaga sínum Noah og Ed Droste úr Grizzly Bear. Lögin eru samtals þrjú, þar af tvö frumsamin en það þriðja er ábreiða. Hérna getið sótt herlegheitin ykkur að kostnaðarlausu og hér að neðan má heyra dúett þeirra Pecknold og Droste. Ekki amalegt það!

Robin Pecknold (feat. Ed Droste) – I’m Losing Myself.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Robin Pecknold færir okkur gjafir”

  1. Smá Kings of Convenience fílingur í þessu lagi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.