• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Músíktilraunir : Orycto

Orycto er metal hljómsveit sem samanstendur af strákum á aldrinum 14 til 18 ára. Þeir voru einungis fjórir þangað til í byrjun þessa árs þegar að bassaleikarinn bættist við. Fyrstu lögin voru tilbúin í byrjun janúar og hafa þeir undanfarið verið að semja eins og brjálæðingar til þess að geta spilað opinberlega og halda tónleika. “Tónlistinni sem við spilum hefur verið líkt við Groove/progressive/hardstyle technometal en þó flokkum við okkur bara sem progressive metal …” urra þessir knáu flösuþeytarar, þegar þeir eru spurðir nánar út í tónlistarstefnuna.

Sveitina skipa Björn Rúnarsson, 15 ára trommari, Snorri Freyr Þórisson, 16 ára söngvari (og bongótrommari), Bjarni Friðrik Garðarsson 17 ára leikur á bassa, og Sævar Örn Kristjánsson (15) og Þorkell Ragnar Grétarsson (14) leika á rafgítara.

Orycto – Construction of the Fenek

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Orycto – The Day Today

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply