X-ið 977 kynnir: Mars Attacks

Það verður öllu tjaldað til á Sódóma Reykjavík um næstu helgi þegar rjómi tónlistarsenu Íslands tekur höndum saman í samstarfi við X-ið 977 og Tuborg á tónlistarhátíðinni Mars Attacks.

Hátíðin stendur yfir dagana 11. – 12.mars nk. og munu eftirfarandi sveitir stíga á stokk:

 • Benny Crespo´s Gang
 • Blaz Roca
 • Cliff Clavin
 • Endless Dark
 • Hoffman
 • Insol
 • Jónas Sig. og Ritvélar framtíðarinnar
 • Legend
 • noise
 • Reason To Believe
 • Sing For Me Sandra
 • XIII
 • Valdimar
 • Vicky

Miðaverð á hátíðina eru litlar 1500 krónur fyrir báða dagana en forsala fer fram í Levi´s búðinni Kringlunni og Smáralind.
Þyrstir gestir geta einnig fest kaup á 10 stykkja *bíb*korti en guðaveigarnar verða annars á verði sem enginn ætti að vera ósáttur við.

Rjóminn hvetur tón – og *bíb*þyrsta að líta við, skoða og heyra það sem í gangi er í íslenskri tónlist í dag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.