Ghostface Killah til Íslands

Goðsögnin Ghostface Killah mun halda tónleika í Reykjavík laugardagskvöldið 2. apríl á NASA við Austurvöll. Tónleikar eru hluti af, og hápunktur, tónlistardagskrár Reykjavik Fashion Festival, sem skipulögð er af viðburðarfyrirtækinu Faxaflóa ehf.

Ghostface Killah er einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður sögunnar. Hann skaust upp á stjörnuhimininn ásamt félögum sínum í Wu-Tang Clan árið 1993 með frumraun sveitarinnar; Enter the Wu-Tang (36 Chambers) og er ekki síst þekktur fyrir afrek sín með Wu -Tang genginu. Þrátt fyrir að flestir hinna meðliðma Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface – þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna.

Ghostface Killah hefur átt fjölmarga sigra í tónlistarheiminum, gefið út alls níu sóló breiðskífu sem hlotið hafa náð fyrir augum bæði plöturýnenda og almennings – og leikið á tónleikum og tónlistarhátíðum um heim allan. Árið 2006 var Ghostface Killah útnefndur af MTV tónlistarsjónvarpsstöðinni sem besti rappari sögunnar. kappinn átti þrjár plötur inni á lista yfir 200 besta plötu síðasta áratugar hjá tónlistarmiðlinum virta Pitchfork og hvað plötusölu varðar hafa tvær af plötum Ghostface náð inn á topp 5 á bandaríska Billboard-listann; frumraunin Ironman (1996) og Fischscale (2006).

Ghostface Killah kemur hingað til lands ásamt fimm manna föruneyti og er ekki ólíklegt að þar leynist fleiri meðlimir Wu-Tang-Clan.

Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is og sérstakt forsöluverð í boði fyrstu daga miðasölunnar; 3.900 krónur

One response to “Ghostface Killah til Íslands”

  1. […] meðan Wu-Tang Clan meðlimir ferðast um heiminn og koma fram á tískusýningum er ný kynslóð rappara að vaxa úr grasi.  Meðlimir úr efnilegasta rappgengi bandaríkjanna […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.