• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Momentum, Ask the Slave og Caterpillarmen á Faktorý

  • Birt: 10/03/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Momentum hefur lengi verið talin ein öflugasta hljómsveit sem íslenskt öfgarokk hefur gefið af sér. Nýjasta plata sveitarinnar Fixation, at Rest hefur komið viða við á listum yfir bestu plötur ársins 2010 og hefur hlotið frábæra dóma á íslandi og í erlendum tímaritum á borð við Metalhammer og Kerrang.

Ask the Slave hafa undanfarið vakið athygli fyrir myndband þeirra við lagið “Sleep Now”. Stutt er síðan sveitin gaf út sína aðra breiðskífu The Order of Things sem var ein af plötum ársins 2010 að mati Ómars Eyþórssonar á X.977.

Caterpillarmen spila tilraunakennda tónlist sem einkennist af spilagleið og líflegri sviðsframkomu. Þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu er nefnist einfaldlega Caterpillarmen.

Tónleikar verða Laugardaginn 12. mars á Faktorý, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík. Þeir hefjast kl 23:00 og er aðgangseyrir 1000 kr.

Leave a Reply