Meira flunkunýtt frá TVOTR

Fyrir tveim vikum eða svo lenti lagið “Will Do” á veraldarvefnum en það mun prýða væntanlega plötu TV on the Radio. Nine Types of Light, eins og gripurinn mun víst heita, er væntanleg innan mánaðar, eða 12. apríl. Í dag dúndruðu þeir félagar svo öðru lagi á netið; í þetta skiptið þrusukröftugum rokkslagara sem ber titilinn þjála “Caffeinated Consciousness”. Fyrir þá sem voru svekktir yfir rólegheitunum í fyrra laginu ættu ekki að geta kvartað um slíkt í þetta skiptið.

Þess má svo geta í furðufréttum þessu tengdu, að Dave Sitek, annar gítaristi TV on the Radio gekk nýlega til liðs við dóprokkarana í Jane’s Addiction. Hvað kemur út úr því samstarfi gæti orðið fróðlegt.

TV on the Radio – Caffeinated Consciousness.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.