Meira nýtt frá Fleet Foxes

Nú styttist óðum í útgáfu plötunnar Helplessness Blues eftir hljómsveitina Fleet Foxes. Fengu aðdáendur sveitarinnar gott snakk fyrir nokkrum vikum síðan þegar hljómsveitin sendi frá sér fyrstu smáskífu plötunnar, samnefnda plötunni en nú hefur sveitin sent frá sér aðra. Lagið ber heitið Battery Kinzie og er örlítið meira fjör að finna þar en á forveranum. Sýnir það einnig víðáttu sveitarinnar í tónlist sinni, sem er ekkert nema gott mál. BBC útvarpsstöðin lék lagið í gærkvöldi og má athuga málið hér neðar í greininni.

Helplessness Blues kemur út hjá Sub Pop þann 3.maí nk.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.