Nýtt: Kimya Dawson (feat. Aesop Rock)

Loksins er væntanleg sjöunda breiðskífa and-þýðu (en. anti-folk) tónlistarkonunnar Kimya Dawson, Thunder Thighs.

Hún hefur ekki verið iðin við músikkolann frá því að hún sló gegn með tónlistinni úr óskarsverðlauna-myndinni Juno. Síðan þá hefur hún einbeitt sér að barnauppeldi og aðeins gefið út eina plötu, en það var einmitt barnaplatan Alpabutt sem kom út 2008.

Thunder Thighs kemur út hjá útgáfufyrirtæki Calvins Johnsons K. Tvö lög eru komin á netið, “Walk Like Thunder”  og “Miami Advice.” Hún er á kunnulegum slóðum textalega: að venju syngur hún hvert einasta lag eins og það sé það mikilvægasta sem hún hefur sungið, en tónlistarlega er hún að þróast að einhverju leyti, þó að einfaldleikinn og einlægnin séu ávallt í fyrirrúmi.  Ein skýring á þróuninni er eflaust að í báðum lögunum fær hún hjálp frá rapparanum góðkunna Aesop Rock.

Eins undarlega og það hljómar þá hafa Kimya og Aesop verið að spila mikið saman undanfarið og kemur hann fram í helming laganna á nýju plötunni. Ekki nóg með það heldur hefur heyrst að þau séu með aðra plötu í vinnslu, sem dúett.

Kimya Dawson (feat. Aesop Rock & The Olympia Free Choir) – Miami Advice

Kimya Dawson (feat. Aesop Rock) – Walk Like Thunder

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.