• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt tilraunaverkefni frumflutt á Reykjavík Music Mess!

  • Birt: 24/03/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Lazyblood munu frumflytja nýtt tónverk undir nafninu “The Tickling Death Machine” á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess. Tónverkið sem að hluta til er dansverk og inniheldur mikið af leikrænum tilþrifum, er samið af meðlimum hljómsveitanna sérstaklega fyrir listahátíðina Kunsten Festival des Arts í Brussel í maí en gestir Reykjavik Music Mess fá tækifæri til að mæta á generalprufuna.

Hljómsveitin Reykjavík! hefur verið áberandi í tónlistarlífi landans síðustu ár en Lazyblood er öllu óþekktari. Hún er skipuð listaparinu Ernu Ómarsdóttur danshöfundi og Valdimar Jóhannssyni tónlistarmanni en hann er einnig í hljómsveitinni Reykjavík!. Erna og Valdi hafa unnið mikið saman síðustu árin þar sem Valdi hefur samið og spilað tónlist fyrir dansverk Ernu og þau sýnt víðsvegar um allan heim.

Kunsten festival des arts (www.kfda.be) í Brussel er ein mikilvægasta listahátíð í Evrópu. Þar hafa margir helstu listamenn heims úr öllum listgreinum komið við og sýnt og spilað. Hún er að sama skapi mjög tiraunakennd og hafa umboðsmenn, skipuleggjendur og áhugafólk um listir víðsvegar úr heiminum lagt komur sínar þangað til að sjá það nýjasta leikhúsi, tónlist, dansi og myndlist.

Eins og fyrr segir verður verkið flutt á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess sem haldin verður um miðjan apríl á Nasa og í Norræna húsinu í Reykjavík.

Lazyblood – Once upon a time (demo)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply