Feðginin Lára Rúnars og Rúnar Þórisson halda tónleika á Faktorý

Feðginin Lára Rúnars og Rúnar Þórisson halda saman tónleika á Faktorý fimmtudagskvöldið 31. mars. Húsið opnar kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1000 kr.

Lára er vel kunn og hefur sent frá sér þrjár breiðskífur og er að vinna að þeirri fjórðu. Melódískt popp hennar hefur farið vel í Íslendinga auk þess sem hún hefur verið nokkuð iðin við að breiða út fagnaðarerindi sitt á erlendri grundu.

Rúnar hefur sem klassískur gítarleikari og rafgítarleikari leikið á fjölda tónleika og tónlistarhátíða auk þess að hafa spilað með Kammersveit Reykjavíkur og hljómsveitinni Grafik. Fyrir síðustu jól kom út diskurinn Fall með lögum og textum eftir Rúnar.

Fjöldi góðra tónlistarmanna mun leika með þeim feðginum á tónleikunum m.a. Arnar Þór Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Margrét Rúnarsdóttir, Hjörvar Hjörleifsson, Jakob Magnússon, Magnús Öder, Unnur Birna Björnsdóttir og Jón Óskar Jónsson.

Rúnar Þórisson – When I Was

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lára Rúnars – In Between

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.