Papercuts

Ég beini þessum orðum mínum sérstaklega til áhugafólks um indí-popp: Hafið þið heyrt í bandinu Papercuts? Ef svo er ekki, þá má heyra lag af nýjustu plötu sveitarinnar hér að neðan. Skífan nefnist Fading Parade, leit dagsins ljós í byrjun þessa mánaðar og vel áheyrileg. Það var Sub Pop sem gaf út, en bandið hafði áður gefið út fjórar breiðskífur, m.a. hjá Gnomonsong, útgáfufélagi Devendra Banhart.

Lagið hér að neðan nefnist Do You Really Wanna Know, er afar melódískt og viðkunnalegt indípopp. Fólk þykist þó oft greina áhrif frá skrípa-fólk senunni í hljóðheimi Papercuts, þó lítið fari fyrir slíku hér.

Papercuts – Do You Really Wanna Know

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.