Fleet Foxes frumflytja fleira

Það ætti nú ekki að hafa farið framhjá lesendum Rjómans að Seattle-sveitin Fleet Foxes er búinn að henda í nýja plötu. Ef þið voruð búinn að gleyma því, eða það fór bara framhjá ykkur þá mun gripurinn nefnast Helplessness Blues og koma út á vegum Sub Pop þann 3. maí.

Tvö lög hafa nú þegar heyrst af plötunni, þ.e. titillagið “Helplessness Blues” og “Battery Kinzie”. Nú er svo þriðja lagið lent á netinu en það nefnist “Bedouin Dress”. Lítið fer fyrir Mið-Austurlenskum áhrifum, eins og nafnið gæti gefið til kynna, heldur er á ferðinni það köntrískotna rokk sem sveitin er þekkt fyrir. Þess má svo til gamans geta að Robin Pecknold, söngvari sveitarinnar, færði okkur ókeypis gummelaði á dögunum sem er vel þess virði að kíkja á.

Fleet Foxes – Bedouin Dress

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.