Ný plata frá Southeast Engine

Indí-fólkrokkararnir frá Ohio í Southeast Engine áttu einn óvæntasta glaðning ársins 2009, plötuna From the Forest to the Sea. Ég reyndi að koma lesendum Rjómans á bragðið það sama ár með þessari færslur – en veit svosem ekki hvernig það tókst.

En nóg um það. Í dag leit sjötta breiðskífa kvarettsins dagsins ljós, Canary. Líka og áður sækir bandið stíft í arf “Appalachian” þjóðlagatónlistar en engu síður er gúmmelaðið framreitt í vel indískotnum búningi. Canary er víst ‘concept-plata’ í einhverjum skilningi – ég veit ekki með ykkur, en oft er það hálfgert “törn-öff” fyrir mig. Canary fjallar sumsé um fátæka fjölskyldu í Ohio á tímum kreppunar miklu. Ef við lítum hinsvegar framhjá því, þá er hér á ferðinni stórgott fólkrokk sem vel er þess virði að kynna sér svolítið betur.

Southeast Engine – New Growth (af Canary)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Southeast Engine – The Quest for Noah’s Ark (af From the Forest to the Sea)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Ný plata frá Southeast Engine”

  1. valþór says:

    hah! hélt ég væri sá eini sem hlustaði á þetta…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.