• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný plata frá Southeast Engine

Indí-fólkrokkararnir frá Ohio í Southeast Engine áttu einn óvæntasta glaðning ársins 2009, plötuna From the Forest to the Sea. Ég reyndi að koma lesendum Rjómans á bragðið það sama ár með þessari færslur – en veit svosem ekki hvernig það tókst.

En nóg um það. Í dag leit sjötta breiðskífa kvarettsins dagsins ljós, Canary. Líka og áður sækir bandið stíft í arf “Appalachian” þjóðlagatónlistar en engu síður er gúmmelaðið framreitt í vel indískotnum búningi. Canary er víst ‘concept-plata’ í einhverjum skilningi – ég veit ekki með ykkur, en oft er það hálfgert “törn-öff” fyrir mig. Canary fjallar sumsé um fátæka fjölskyldu í Ohio á tímum kreppunar miklu. Ef við lítum hinsvegar framhjá því, þá er hér á ferðinni stórgott fólkrokk sem vel er þess virði að kynna sér svolítið betur.

Southeast Engine – New Growth (af Canary)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Southeast Engine – The Quest for Noah’s Ark (af From the Forest to the Sea)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. valþór · 29/03/2011

    hah! hélt ég væri sá eini sem hlustaði á þetta…

Leave a Reply