Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn gefa út sínu fyrstu plötu eftir 20 ára bið

Nú hyllir loks undir plötu frá Hinum Guðdómlegu Neanderdalsmönnum en það ágæta band hefur undanfarin 20 ár verið með gripinn í smíðum. Upphaf Hinna Guðdómlegu má rekja til draums sem trommari sveitarinnar dreymdi í árdaga en þá birtist honum hvítklædd vera sem hrópaði í ákafa: “Elvis lifir!” Í beinu framhaldi af því voru Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn stofnaðir, kónginum til dýrðar.

Það verður seint sagt að Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn sé hefðbundin hljómsveit og nægir þá að líta til nafnsins. Því má þó ekki gleyma að tilgangur sveitarinnar er engu að síður sá að útbreiða boðskapinn um Elvis.

Sjálfir segjast þeir félagar aldrei semja lög né texta í eiginlegum skilningi, heldur vinni kóngurinn í gegnum þá. Með þeim hætti hafa hátt í þrjú hundruð lög litið dagsins ljós og virðist enn sem komið er ekki vera nokkurt lát á. Það er því mikils að vænta frá Hinum Guðdómlegu Neanderdalsmönnum um ókomna tíð.

Hljómsveitina skipa:

Sigðurður Eyberg Jóhannesson: Saxafónn, munnharpa og söngur
Ingibergur Þór Kristinsson: Trommur
Magnús Sigurðsson: Gítar
Sverrir Ásmundsson: Bassi
Þröstur Jóhannesson: Söngur og gítar

Í gegnum tíðina hefur hljómsveitin spilað á fjölmörgum tónleikum og verið samferða hljómsveitum á borð við Texas Jesú, Kolrössu Krókríðandi, Botnleðju og Deep Jimi and the Zep Creams. Tvö af lögum sveitarinnar hafa komið út á safnplötunum Kornflexi og kanaúlpum (1994) og Strump í fótinn (1995).

Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn – Tikk Takk

Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn – Að Látast

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.