• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Valdimar og Lára Rúnars eru Rafmagnslaus á Norðurpólnum

  • Birt: 04/04/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi er komið að öðrum tónleikunum í Rafmagnslaust á Norðurpólnum. Í þetta sinn koma fram Valdimar og Lára Rúnars.

Hljómsveitin Valdimar hefur heldur betur rutt sér til rúms síðan þeirra fyrsta plata, Undraland, kom út fyrir síðustu jól. Platan er sem stendur sú söluhæsta á gogoyoko og þá hefur söngvari hljómsveitarinnar, Valdimar Guðmundsson, hlotið verðskuldaða athygli fyrir söng með Memfismafíunni í laginu “Okkar eigin Osló” úr samnefndri kvikmynd.

Lára Rúnars er poppprinsessa Íslands. Ferill hennar er á fleygiferð en hún vinnur nú að sinni fjórðu plötu. Hún hefur vakið mikla athygli erlendis á síðustu mánuðum og hefur hún m.a. fengið umfjöllun á MTV og í tímaritunum Q, NME, Clash og Filter. Nú síðast lék hún á Eurosonic tónlistarhátíðinni í Hollandi og SXSW í Texas við góðan orðstír.

Miðaverð er 1500 krónur og fæst 10% afsláttur í Lucky Records við Hverfisgötu gegn framvísun miðans. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og opnar húsið kl. 20:00.

Leave a Reply