Kommon, Low

Indírokkarnir þrælspöku í Low eru rétt að fara að gefa út nýja breiðskífu. Platan sem nefnist C’mon kemur ut á vegum Sub Pop, líkt og síðustu tvær, þann 12. apríl. Skífan mun vera sú níunda í röðinni, en liðin eru rúm fimmtán ár síðan Low gaf út frumraun sína, I Could Live in Hope. Fjögur ár eru síðan síðasta plata bandsins, Drums and Guns kom út, en henni var almennt tekið vel af gagnrýnendum.

C’mon var víst tekin upp í kirkju í Minnesota, heimafylki bandsins, og raunar sömu kirkju og hin frábæra Trust var hljóðrituð í. Einhverju gestagangur verður á plötunni, t.a.m. lítur Nels Cline við, gítarleikari Wilco. Matt nokkur Beckley stjórnaði upptökum, en hann hefur mestmegnis fengist við popptónlist og unnið með poppskrípum á borð við Keshu, Justin Bieber og Avril Lavigne. Þetta ætti að geta orðið áhugavert!

Low – Especially Me (af C’mon)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.