• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ryan Karazija

Ryan Karazija er athygliverður tónlistarmaður sem býr hér á landi og heldur hann tónleika í kvöld á Stofan Café í Aðalstræti. Vinnur hann um þessar mundir að gerð sinnar fyrstu plötu og mun hún vonandi sjá dagsins ljós á þessu ári.

Meðfylgjandi er lagið “Friends make garbage, true friends take it out” sem verður á væntanlegri plötu Ryan’s og er óhætt að segja að það sé nokkuð einkennandi fyrir tónlist hans. Til gamans læt ég einnig fylgja með útgáfu hans af gamla Dylan slagarann “It ain’t me babe”.

Leggið nafnið á minnið og munið að þið heyrðuð það fyrst hér á Rjómanum.

Viðburðurinn á Facebook

Ryan Karazija – Friends make garbage, true friends take it out

Ryan Karazija – It Ain’t Me Babe

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

1 Athugasemd

Leave a Reply