Roskilde Festival 2011 næstum klár

Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar 2011 birtu veggspjald komandi hátíðar nú í vikunni. Skemmtilegt er að sjá að Íslendingar eiga þar nokkrar hljómsveitir en Agent Fresco og Who Knew munu stíga á svið á Pavilion Junior sviði hátíðarinnar að þessu sinni á meðan Ólöf Arnalds treður upp sömuleiðis á öðru sviði.

Auk íslensku yndisaukanna tilkynntu aðstandendur m.a. komu Arctic Monkeys, Bad Religion, Nive Nielsen & The Deer Children, James Blake, Bring Me To The Horizon, Foals, Gold Panda, Lykke Li, Rob Zombie, Soilwork, Swans, The Walkmen og New York riddarana The Strokes.

Nú þegar rúmlega 70 dagar eru til setningar hátíðarinnar bíða 30 sveitir til viðbótar þess að verða tilkynntar.
Veggspjaldið í heild sinni má sjá á heimasíðu hátíðarinnar.

One response to “Roskilde Festival 2011 næstum klár”

  1. Ekki minkaði áhuginn við að Killing Joke eru búnir að bætast í hópinn, hafa ekki spilað á Keldunni síðan 1984!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.