Nýjasta æðið í tónlistarheiminum: Playbutton

Nú þegar geisladiskurinn er hverfandi miðill og æ fleiri neytendur sækja í ólöglegt niðurhal leita tónlistarmenn sífellt nýrra leiða til að gera tónlist sína að spennandi söluvöru. Er þar skemmst að minnast nýrrar plötu Sin Fang þar sem hipster húðflúr fylgdu með í kaupbæti.

Eitt nýjasta æðið þessa dagana er svokallað Playbutton, en því má lýsa sem nælu sem spilar tónlist. Eða eins og slagorð þeirra segir; „af hverju að bara spila plötu þegar þú getur klæðst henni líka?“

Það er bandaríska fyrirtækið Parte LLC sem sérhæfir sig í Playbutton og þegar hafa nokkur þekkt nöfn úr tónlistarheiminum ákveðið að taka þátt, m.a. The Pains of Being Pure at Heart og Mount Eerie.

Playbutton virkar eins og geisladiskur, þ.e. ekki er hægt að breyta uppröðun laga eða niðurhala þeim. Á baki nælunnar má finna alla helstu takka (play,pause,skip og vol) og gengur hún fyrir endurhlaðanlegum rafhlöðum.

Þá er bara spurningin hvað svona græja kostar?

www.playbutton.co

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.