Ný eða nýleg plata frá Sudden Weather Change

Ég rak upp stór augu þegar ég rambaði fyrir slysni inn á nýja plötu frá rokksveitinni Sudden Weather Change. Hún heitir því undarlega nafni SWC gho stigital. Það mætti útfæra sem Sudden Weather Change Goes Digital – með greinilegri vísun í Ghostigital. Nú, eða Sudden Weather Change Ghostigital.

Það er nefnilega þannig að á Airwaves í fyrra tók sveitin sig til og lék nokkrar ábreiður af Ghostigital lögum á tónleikum í Tjarnarbíó – uppákoma sem ég var svo óheppinn að missa af. Sjóvið var hinsvegar hljóðritað, upptökurnar voru sendar til Curvers, sem er búsettur í New York, og hann krukkaði í þeim uns það varð til EP-plata.

SWC gho stigital samanstendur af fjórum lögum. Fyrstu þrjú eru tekin af annarri breiðskífu Ghostigital, In Cod We Trust, en það síðasta, “Suicide”, er opnunarlag fyrstu plötu dúetsins. Lögin fjögur eru bræðingur af passlega súrri elektróník í bland við kröftugt rokk Sudden – fremur girnilegt hanastél þar á ferð! Plötuna má heyra hér, nú eða kaupa fyrir litlar 400 krónur.

One response to “Ný eða nýleg plata frá Sudden Weather Change”

  1. […] Curver er í Nýju-Jórvík mun rokksveitin Sudden Weather Change vera Einari til halds og traust. Eins og Rjóminn greindi frá, þá var Sudden einmitt að gefa út plötu þar sem bandið þekur lög Ghostigital og verður […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.