Reykjavik Music Mess: Agent Fresco

Ein farsælasta rokksveit Íslands í dag, Agent Fresco, hefur verið iðin við tónleikahald allt frá sigurkvöldi Músíkiltrauna árið 2008 en drengirnir gáfu út frumburð sinn A Long Time Listening seint á síðasta ári. Hljómsveitin hélt svo upp á útgáfuna fyrir fullu húsi gesta í Austurbæ fyrir skömmu síðan og voru tónleikarnir að mörgum taldir þeir bestu í langan tíma á hinum íslenska markaði. Virðast öll hlið vera að opnast fyrir þessa ungu og efnilegu drengi en Hróarskelduhátíðin hefur boðið drengjunum að koma fram á Pavilion Junior sviði hátíðarinnar í ár ásamt stuðdrengjunum í Who Knew og fleirum góðum.

Sveitin hugar að erlendum markaði í auknu mæli og er von á fleiri tilkynningum um utanlandsævintýri Agent Fresco á næstu misserum. Gestir Reykjavik Music Mess ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa drengi en sveitin er þekkt fyrir afar þétta og líflega sviðsframkomu sem dregur jafnt aldraðan jazz-unnenda sem ungan málmhaus að sér.

Agent Fresco kemur fram í Norræna húsinu sunnudagskvöldið 17.apríl nk. klukkan 22.30.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.