Reykjavik Music Mess: Fossils (DK)

Danski ofurdúettinn Fossils heimsækir klakann með tromuskinn og bassagítar að vopni. Þungarokkið er keyrt í botn og fuzz-ið er til fyrirmyndar. Hraðinn er góður og stuðið mergjað. Aðdáendur hinnar amerísk/íslensku sveitar DLX/ATX ættu hér að faðma frændur sína í Fossils.

Fossils sendu frá sér plötuna Meat Rush í nóvember síðastliðinn og er hægt að hlusta á plötuna í heild sinni á vefsíðu þeirra en platan inniheldur 9 frumsamin rokklög þar sem bassaleikur og trommuleikur er afbragð.

Fossils frá Danmörku stíga á svið föstudagskvöldið (í kvöld) klukkan 23.30 á Sódóma Reykjavík og hita flösuþeytingar frygðina upp fyrir kvöldið.

2 responses to “Reykjavik Music Mess: Fossils (DK)”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.