Reykjavik Music Mess: Mugison

Skeggjaði vestfirðingurinn Örn Elías (Mugison) hefur ekki beinlínis farið huldu höfði á síðustu árum. Með glænýja breiðskífu í bígerð og fimm skífur á bakinu, hefur Mugison skipað sér sess sem einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands.

Mugison hefur verið duglegur að boða fagnaðarerindið víðsvegar um heiminn en vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu Aldrei Fór Ég Suður hátíðarinnar þetta árið, sem fram fer næstu helgi. Sendi Mugison svo frá sér fyrstu smáskífu af komandi plötu fyrir skömmu, lagið Haglél. Lagið sem er værukjært bluegrass-skotið kántrý með íslenskum texta, nálgast einsemd, ristað brauð, trúarleg hálsmen og dauðar flugur en umfram allt forgrunn þess sem margir Íslendingar finna fyrir áður en gengið er út úr híbýlum í haglél. Lagið hefur fundið sig vel á topplistum útvarpsstöðva hér á landi en lítið virðist vera um þann trega sem oft hefur einkennt tónlist Mugison og þess í stað virðist kveða við frábrugðinn tón. Bæði hvað varðar söngstíl og lagasmíðar. Eykur það án efa spennu landans og erlendra aðdáenda Mugison vegna komandi plötu og það er bara gaman.

Mugison stígur á svið á slaginu 21.00 í Norræna húsinu á sunnudagskvöldið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.