Reykjavik Music Mess: Nolo

Ungu piltarnir í Nolo heilluðu undirritaðan þegar þeir stigu öruggir og ósmeykir á svið hins liðna Karamba og léku þar sín lög við góðar undirtektir. Það er liðinn töluverður tími síðan það var og gáfu Nolo út sína fyrstu plötu (sem tekin var upp í svefnherbergi eins meðlima dúósins) í fyrra en vinna nú að fyrstu breiðskífu sinni í samstarfi við Kimi Records sem kemur út á árinu.
Pop-gítar-syntha-elektróník-indie grúv ungdómsins heillar svo ekki sé meira sagt en hægt er að nálgast ógrynni smáskífna frá Nolo hjá vinum okkar á gogoyoko.com en helst ber að minnast á plötuna No-Lo-Fi (2010) sem kom út á vegum Brak Records.

Verður spennandi að sjá og heyra hvernig drengjunum til tekst á Reykjavik Music Mess og í komandi framtíð en drengirnir eru bókaðir á komandi Iceland Airwaves hátíð í október og virðist vel heiður himinn hjá Nolo.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.