Reykjavik Music Mess: Reykjavík!

Það er ekki hægt að segja að samkvæmisdansar séu stígnir né vangalög séu leikin þegar drengirnir í Reykjavík! stíga á stokk. Fremur eru það æstir aðdáendur leiddir eins og úlfahjörð af söngvaranum Bóas Hallgrímssyni sem hoppa, skoppa og þeyta flösu til heiðurs sveitarinnar í algleymi. Tónlist sveitarinnar samanstendur af truflandi og trylltu hardcore í bland við mjúkar indie-pælingar og feikifínan söng/öskur þar sem engar hömlur virðast vera á stefnumörkun sveitarinnar þegar kemur að því að spila tónlist.

Plata sveitarinnar, The Blood, frá árinu 2008 vakti lukku meðal rokkþyrstra Íslendinga og sveitin fékk í kjölfarið ágæta athygli erlendis frá. Seint á síðasta ári birtist svo hart og svalt myndband í leikstjórn Árna Sveins við lagið Internet en þar sjást gestir Kaffibarsins fylgja sveitinni í ruddalegu partýi þar sem hnefum er steitt, flösu er þeytt og vökvum er skvett út um allar tryssur. Gott partý! Auk Internet hefur lagið Cats einnig boðað bjarta tíma hjá Reykjavík!

Reykjavík! rokkar húsið á slaginu 01.00 á Nasa við Austurvöll á laugardagskvöldið ásamt Lazyblood.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.