Reykjavik Music Mess: Samaris

Nýbakaðir sigurvegarar Músíktilrauna, Samaris, reyna frumraun sína á sviði tónlistarhátíða þessa helgina. Sveitin sem leikur draumkennt trip-hop í anda The Knife og Portishead státar af tveimur ungum meyjum og einum hraustum pilti. Önnur meyjanna, Jófríður Ákadóttir, mun vera annar helmingur Pascal Pinon, sem hefur farið mikinn í akústík geiranum hér á landi undanfarið og aflað sér ágætra vinsælda.

Hljómsveitin var stofnuð í byrjun nýs árs og tók þar afleiðandi þátt í Músíkiltraunum þar sem hún þótti standa fremst meðal jafningja. Nú er að sjá hvort Samaris fylgi í fótspor fyrrum sigurvegarar Músíktilrauna og virkilega hristi upp í íslenska tónlistarlífinu.

Hljóma þú – Samaris

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.