• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Shoegaze á sunnudegi – Plastic Girl in Closet

Þá er komið að fyrsta hluta af væntanlega vikulegum pistlum um Shoegaze hljómsveitir, lífs og liðnar. Hefjum leik í Japan, en þar, sem og víðast hvar í austur-asíu, er shoegaze í fullu fjöri og mikið af spennandi hljómsveitum.

Fyrir þá sem lítið þekkja til þá er Shoegaze tónlist gjarnan hávær í meira lagi, og ber þá mest á gítörum eðlilega (frekar en ofboðslega háværum xylophonum eða munnhörpum!), effectapedalar eru í hávegum hafðir og söngur er angurvær og stundum drukknar hann undir, tjah, flóðbylgjum af rifnum gítar og feedbacki. En “shoegaze” nafnið er upprunalega tengt því að tónlistarmennirnir störðu gjarnan niður fyrir sig á tónleikum, kannski á skóna sína, en líklegast hefur athyglin meira beinst að effectasúpunni á gólfinu.

Plastic Girl in Closet er shoegaze band frá Japan, nánar tiltekið frá Morioka í norður-Japan, en borgin varð að því er virðist nokkuð illa úti í hamförum þeim sem dunið hafa á landinu undanfarið. Yuji Takahashi stofnaði bandið árið 2003 þegar hann var í menntaskóla, og ári seinna fékk hann til liðs við sig skvísuna Ayako Sugai sem spilar á bassa og syngur. Þannig skipuð gaf sveitin út sína fyrstu plötu á seinast ári hjá Only Feedback Records í Japan. Í kringum áramótin gáfu þau út nokkrar stafrænar smáskífur og myndböndin hér að neðan eru við tvö af þeim lögum, en hljóðdæmin eru af breiðskífunni Toy.

Stilla hátt!

Plastic Girl in Closet – Black Bear Magcup

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plastic Girl in Closet – Stars Falling Down

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Plastic Girl in Closet – Like a Strawberry

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Heimasíða | OnlyFeedback.net

Leave a Reply