Svavar Knútur og Hljómsveitin Ég eru Rafmagnslaus á Norðurpólnum

Fimmtudaginn 5.maí næstkomandi er komið að þriðju tónleikunum í ‘Rafmagnslaust á Norðurpólnum’. Fram koma söngvaskáldið Svavar Knútur og Hljómsveitin Ég auk þess sem að hljómsveitin Flugdrekafélagið kemur í fyrsta skipti fram opinberlega.

Markgreifinn, fagurkerinn og söngvaskáldið Svavar Knútur hefur gefið út tvær plötur á síðastliðnum tveimur árum og nú síðast leit Amma dagsins ljós. Hann þykir hreint einstakur á sviði og heillar áhorfendur jafnan uppúr skónum. Heyrst hefur að aðdáendur hafi tekið sig til og prjónað á piltinn lopapeysur og fært honum að gjöf fyrir frábæran hljómdisk.

Hljómsveitin Ég gáfu út sína þriðju plötu í fyrra en hún bar titilinn Lúxus upplifun. Skífan sú fékk frábærar viðtökur og hlaut hún m.a. plötuverðlaun Kraums auk tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Báðir flytjendur eru í hörkuformi og léku báðir á hinni goðsagnakenndu hátíð Aldrei fór ég suður nú um páskana.

Miðaverð er 1500 krónur og 10% afsláttur fæst í Lucky Records við Hverfisgötu gegn framvísun miðans. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21 og opnar húsið kl. 20.

Svavar Knútur – Yfir hóla og yfir hæðir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hljómsveitin Ég – Já, þessir vísindamenn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.