• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt íslenskt : FM Belfast, Mammút og fleiri

Það er orðið skammarlega langt síðan maður birti hér nýja og nýlega íslenska tónlist og verður reynt að bæta fyrir það hér með. Byrjum þetta á nýju lagi frá FM Belfast af væntanlegri plötu þeirra sem heita mun Don’t Want To Sleep og kemur út á heimsvísu hjá Morr Music í næsta mánuði.

Þar á eftir er brakandi ný fyrsta smáskífa af væntanlegri nýrri plötu Mammúts.

Svo koma nokkur vel valin lög úr ýmsum sexum, sjöum og áttum. Þau þarfnast öngva skýringa sérstakra. Leyfum einfaldlega tónlistinni að njóta sín.

FM Belfast – New Year

Mammút – Bakkus

Logi Fkn Pedro – Miles Away ft. Haribo

Hljómsveit H.A. Jónssonar – Vindbelgur dagsins er Creep

Þóror Georg – Thrive (demo)

Low Roar – Just a habit

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply