Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2011

Frá Bandaríkjunum kemur hin tilraunakennda en jafnframt dásamlega hljómsveit tUnE-yArDs. Þau hafa verið að vekja gríðarlega athygli ekki síðst fyrir tónleikaframmistöðu sína þar sem að þau fara skemmtilegar leiðir í flutningi og notast við allskyns tæki og tól til að kalla fram magnaðann hljóðheim. Elektró tríóið Austra kemur frá Kanada og frá Bretlandi mæta grímuklæddir SBTRKT sem spila grípandi elekró popp og hafa meðal annars verið að vinna með tónlistarmönnum á borð við Franz Ferndinand og Basement Jaxx. Kanada bíður einnig upp á draumkennt popp Young Galaxy sem koma sterk inn á þessu ári með plötuna Shapeshifting en þau hafa m.a. túrað með hljómsveitum á borð við Arcade Fire og Death cab for Cutie.

tUnE-yArDs – Gangsta

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Austra – The Choke

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Young Galaxy – Open Your Heart

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

BTRKT – Hide Or Seek

Hin finnska Murmansk er aftur á móti í rokkaðri kantinum og hefur þeim verið líkt við hljómsveitir á borð við My Bloody Valentine og Sonic Youth. Norska hávaða tríóið Deathcrush mun án efa rokka feitt á meðan kanadísku hindu-popparnir Elephant Stone eru mildari. Karkwa frá Kanada býður hins vegar upp á stórt sánd sem fer víða en þess ber að geta að sveitin vann Polaris verðlaunin í Kanada í fyrra og skaut þar sveitum á borð við Broken Social Sceane og Caribou ref fyrir rass.

Elephant Stone – Strangers

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Karkwa – Les Chemins De Verre

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Murmansk – Moth

Deathcrush – Lesson #2 (for Cliff Burton)

Íslendingarnir sem kynntir eru til leiks núna eru Airwavesvinirnir: Wistaria, Snorri Helgason og The Vintage Caravan ásamt YodaRemote og sigurvegurum Músíktilrauna 2011 Samaris. Það er síðan tilhlökkunarefni að sjá hvað Sóley mun gera á hátíðinni en ekki síður hvað kemur frá goðsagnakenndum Megasi og Senuþjófunum nú eða poppstirninu Páli Óskari.

Ný og glæsileg heimasíða er komin í loftið. Þar er hægt að kaupa miða og pakkaferðir auk þess sem allar helstu upplýsingar um hátíðina og listamenn sem þar koma fram er að finna. Á næstu vikum verður tilkynnt um fleiri listamenn en um miðjan ágúst ætti að liggja fyrir hvaða 200 listamenn koma fram á Iceland Airwaves 2011.

Miðasala er í fullum gangi og fer hver að verða síðastur að kaupa miða á vildarkjörum en sölu líkur á miðnætti þann 31. maí nk. Þess ber að geta að síðustu ár hefur verið uppselt á hátíðina nokkrum vikum áður en hún hefst. Þannig varð uppselt um miðjan september í fyrra.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.