• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Shoegaze á sunnudegi – Ceremony

Photo: Chris Becker

Ceremony er dúett frá Fredericksburg í Virginia, sem samanstendur af þeim félögum Paul Baker og John Fedowitz. Þeir félagar gerðu garðinn frægan í hljómsveitinni Skywave á árunum 1998 – 2003 ásamt Oliver Ackerman, en leiðir þeirra skildu þegar Oliver flutti til New York. Hann sló síðan rækilega í gegn með hljómsveit sinni A Place to Bury Strangers ásamt því að reka effekta-pedala fyrirtækið Death By Audio.

Meðan þessar tvær hljómsveitir eru um margt líkar, þá þykja Ceremony nokkuð melódískari og ekki eins fókusaðir á að framleiða hávaða og sprengja hátalara. Nægur er þó hávaðinn þó eins og heyra má í meðfylgjandi tóndæmum, en mörg laga þeirra minna mig hinsvegar á New Order eða Slowdive. Sjálfur er ég meira hallur undir hávaðann og hef valið lögin dálítið eftir því hversu vel þau fræsa burt eyrnamerg, en lagið “Clouds” hér að neðan er gott dæmi um Slowdive áhrifin. Þeir félagar eru sérdeilis duglegir að setja myndbönd á YouTube og til gamans má geta að sonur Johns, Max Fedowitz, sér um myndatökuna í mörgum þeirra, en hann er núna á tíunda ári.

Sveitin gaf út tvær frábærar plötur hjá Safranin Sound útgáfunni, en flutti sig svo til Killer Pimp sem gaf út breiðskífuna Rocket Fire í fyrra, og það má segja að þá fyrst hafi hjólin farið að snúast. Það er ekki hægt annað en að mæla með þessu fyrir áhugafólk um hávaða og feedback í anda Jesus and Mary Chain og My Bloody Valentine. Ég á bágt með að velja á milli laga og hef því frekar fleiri en færri, en “Stars Fall” þykir mér hinsvegar sérstaklega vænt um.

Ceremony – I heard you call my name (af plötunni Disappear, 2007)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ceremony – Clouds (af plötunni Ceremony, 2005)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Marrianne (af EP plötunni Our Last Goodbye, 2007):

Stars Fall (af plötunni Rocket Fire, 2010):

Silhouette (einnig af Rocket Fire):

Facebook | Killer Pimp

Leave a Reply