• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Legend með fría tónleika á Bar 11 á föstudagskvöldið

  • Birt: 11/05/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Tuborg og Bar 11 hafa tekið höndum saman og halda að bjóða til tónlistarveislu á Bar 11 í allt sumar. Það verður frítt inn á alla tónleikana og sá græni verður auðvitað á vinalegu verði á barnum.

Það verður boðið uppá allt það besta í íslensku tónlistarlífi í allt sumar!!

Það er Legend sem ríður á vaðið föstudagskvöldið 13. maí.

Legend er samstarfsverkefni vinanna Krumma Björgvinssonar (Mínus, Esja) og Halldórs Björnssonar (Esja). Það var sameiginlegur áhugi þeirra á rafrænni tónlist sem að leiddi þá félaga saman og þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að samstarfið yrði meira en tilraunin ein tóku þeir sér nafnið Legend sem vísar í fræga mynd Ridley Scott um baráttu ljóss og skugga.

Legend hafa þegar sent frá sér 2 lög “Devil In Me” og “Sister” sem bæði hafa komist ofarlega á vinsældarlista X-977 og von er á fyrstu plötu sveitarinnar í sumar.

Legend – Devil In Me

Legend – Sister

Leave a Reply