XIII leikur plötuna Salt í heild sinni föstudaginn 13.

Í tilefni af 18 ára afmæli hljómsveitarinnar XIII og þess að 17 ár eru liðin frá útgáfu hljómplötunnar SALT mun sveitin leika þennan frumburð sinn í heild sinni í fyrsta skipti í sögunni.

“Þetta er nú bæði vegna óska þeirra sem sýnt hafa XIII áhuga og okkur sjálfum til gamans” segir Hallur Ingólfsson söngvari XIII. “Þetta verður ekki endurtekið. Þeir sem hafa verið að óska eftir lögum af Salt á tónleikum ættu því að grípa tækifærið núna. Við höfum verið að sinna sögunni ágætlega á tónleikum og eins með útgáfu Black Box þó vissulega hafi ný lög verið þar í forgrunni og þau gömlu verið “re-masteruð”. Ég held að við förum eftir þessa tónleika að leggja áherslu á að búa til nýtt efni”.

Tónleikarnir fara fram á Faktorý (áður Grand Rokk) föstudaginn 13. Maí 2011. Húsið opnar kl. 23:00 og er miðaverð aðeins 1000 kr.

Sérstakir heiðursgestir á tónleikunum verða hljómsveitirnar In Memoriam og Hoffman.

XIII – Salty Taste

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

XIII –  No, Not Anymore

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.