Synthadelia Records

Synthadelia Records er nýtt sjálfstætt plötufyrirtæki sem þeir félagar Vilmar Pedersen og Jón M Schow settu á laggirnar nýverið. Hafa þeir þegar þrjá listamenn á sínum snærum en það eru Synthadelia, Fikt og Inside Bilderberg. Vilmar og Jón eru báðir meðlimir Fikt og Synthadelia en Inside Bilderberg mun vera aukasjálf Georgs Péturs Sveibjörnssonar. Hjá Synthadelia hafa þegar tvær útgáfur litið dagsins ljós en það munu vera platan Lovefield eftir Fikt og samnefnd EP plata Inside Bilderberg.

Synthadelia hefur þegar dreift tónlist sinni á iTunes, Amazon, Napster og fimmtíu stærstu tónlistarveitum og verslunum á netinu auk Gogoyoko hér á Íslandi og á Tónlist.is von bráðar. Hyggja þeir félagar á frekari útgáfu á MP3 og eitthvað á Vinyl og CD síðar.

Nánari upplýsingar um Synthadelica má nálgast með því að senda línu á synthadeliarecords@gmail.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.