Halla Norðfjörð á svölum í Hamburg

Halla Norðfjörð hefur verið dugleg við tónleikahald undanfarin ár. Þó hefur hún ekki vakið jafn mikla athygli og hún á skilið, en það skýrist líklega helst vegna þess að hún er oftast búsett erlendis. Hún hefur leikið á tónleikum víðsvegar um Evrópu en allt of sjaldan í Reykjavík. Halla spilar angurværa og tilfinningaþrungna kassagítartónlist og syngur með fallegri en brothættri rödd. Tónlistin er lágstemmd hippaþjóðlagamúsík sem mætti eflaust líkja við tóna Joni Mitchell (eða er það ekki venjan þegar konur spila á kassagítar og syngja?).

Á dögunum ferðaðist Halla til Þýskalands og spilaði á Melodica-festivalinu, sem er haldið víðsvegar um heim á hverju ári, m.a. í Reykjavík. Fjölþjóðlega netsjónvarpsstöðin Balcony TV fékk hana til þess að spila fyrir sig lagið “Tip Tap” á svölum einhversstaðar í Hamburg.

Halla Norðfjörð – Tímaþrá

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Halla Norðfjörð – Tip Tap

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.