• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Guðmundur Steinn gefur út plötuna Horpma

  • Birt: 23/05/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Tónskáldið og gítarleikarinn Guðmundur Steinn Gunnarsson sendi frá sér plötuna Horpma föstudaginn 20. maí. Platan kemur út á vegum Carrier Records í New York og þegar fengið ágætis umfjöllun og kynningu í fagtímaritum og nokkrum útvarpsstöðvum þar ytra. Horpma er í raun tónverk fyrir 27 plokkuð og slegin strengjahljóðfæri sem er ætlað til hlustunar í heimilishljómtækjum. Hljóðfærin mynda saman eins og eina risahörpu með hljómi sem er samstæður og ósamstæður í senn. Hljóðfærin eru stillt í þrönga tónklasa sem hafa sín á milli náttúruleg hlutföll og vaxa útfrá einum grunnpunkti eða grunntíðni. Líkt og önnur verk höfundar vinnur verkið með hrynjanda sem hagar reglum sínum ekki eftir púlsi eða hefðbundnu nótnakerfi heldur minnir á hreyfingar og hrynjanda í umhverfinu, skoppandi bolta, regndropa og þess háttar. Þéttur vefur tóna einkennir plötuna sem og hröð mynstur sem virðast síendurtekin en eru það í raun ekki ef hlustað er af athygli. Alls tóku aðilar frá 7 mismunandi löndum þátt í tilurð verksins með hljóðfæraleik og upptökuaðstoð ýmiskonar.

Guðmundur Steinn Gunnarsson er gítarleikari og tónskáld frá Reykjavík og hefur starfað meðal annars með Benna Hemm Hemm, Stórsveit Nix Nolte, Njútón og er einn af stofnendum tónskáldafélagsins S.L.Á.T.U.R. Nýlega bar Guðmundur sigur úr býtum í samkeppni á vegum Ríkisútvarpsins fyrir verkið Mardiposa. Efnt var til keppninnar í tilefni af 80 ára afmæli Útvarpsins.

Platan Horpma er fáanleg í öllum helstu plötu- og bókaverslunum landsins.

Guðmundur Steinn Gunnarsson – Horpma II

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply