Hjálmar og gogoyoko

Fimmtudaginn 26. Maí hefst tónleikaröðin Wireless gogoyoko á Hvítu Perlunni. Mun þetta vera “unplugged” tónleikaröð þar sem gogoyoko fær uppáhalds hljómsveitirnar sínar til að setja sín bestu lög í nýjan búning og þar sem um einstaka upplifun er að ræða verða viðburðirnir festir á filmu og gefnir út í DVD viðhafnarútgáfu fyrir næstu jól.

Það er vel við hæfi að hljómsveitin Hjálmar setji tónleikaröðina á stað, en Hjálmar og gogoyoko hafa átt ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina. Hjálmar hafa verið með alla sína tónlist aðgengilega á síðunni frá stofnun hennar og m.a. var platan þeirra „IV“ í forsölu eingöngu á gogoyoko fyrir almennan útgáfudag.

Miðaupplag er mjög takmarkað, eða 100 miðar fyrir þá sem vilja kynnast Hjálmum í nánara tónleika umhverfi en þeir eiga að venjast, og því er „fyrstir koma, fyrstir fá“ lögmálið við lýði í þetta skipti.

Miðasala hefst föstudaginn 20. maí í versluninni Tólf Tónar, á Skólavörðustíg 15 og er miðaverð er 2500 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.