Ruddinn sendir frá sér nýtt lag með Heiðu Eiríksdóttur

Bertel Ólafsson er dagfarsprúður maður og alveg sérlega indæll svo listamannsnafnið Ruddinn er nokkuð ólíkt hans ekta sjálfi en fyrir vikið þó afar viðeigandi. Bertel hefur fengist við tölvuskotið hljóðgervlapopp í anda New Order, OMD og Pet Shop Boys með nettum áhrifum frá breskri nýbylgju á borð við Joy Division.

Tónlistin er heldur ekkert mjög ruddaleg eins og vel má heyra í þessu lagi sem hér fylgir. Þetta er annað lagið sem fær að hljóma af
væntanlegri plötu Ruddans I need a vacation en hún hefur verið í vinnslu frá síðan 2008 og er hans þriðja plata.

Á plötunni nýtur Ruddinn aðstoðar Heiðu Eiríksdóttur í flestum lögum en fleiri leggja þó hönd á plóginn en meira um það síðar. Samstarf
Ruddans og Heiðu átti að verða einskorðað við eitt lag, titillagið “I need a vacation” en við vinnslu á því lagi var einnig kláraður söngur
Heiðu við annað lag “Too distant for us” en það náði að sleikja neðri þrep vinsældalista Rásar 2.

Í kjölfarið fylgdu fleiri lög sem Ruddinn og Heiða unnu að í sameiningu og þar á meðal lagið “Music Theory” sem hér fylgir. Lagið
er einkennilegur óður til manna sem eru að vaxa upp úr djamm aldrinum og gráu hárin færast yfir. Það er Aron Arnarsson sem sér um
hljóðvinnslu og tónjöfnun.

Ruddinn og Heiða – Music Theory

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.