Enn bætist við Airwaves

Aðstandendur Airwaves hátíðarinnar hafa bætt 14 nýjum atriðum við föngulegan hóp listamanna sem stíga munu á stokk á þessari mestu og bestu tónlistarhátíð okkar íslendinga. Erlendis frá koma Dope D.O.D. og De Staat frá Hollandi, SUUNS frá Quebec, rokkabillykaninn JD McPherson, Niki and the Dove, berlínarbúarnir Tar Haar og svo Sheffield-rokkararnir The Violet May.

Suuns – Up Past The Nursery

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Violet May – What You Say

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dope D.O.D. – What Happened

Niki and The Dove – The Fox

De Staat – Sweatshop

J.D. McPherson – North Side Gal

Ter Haar – Yatzy

Samlandar okkar sem boðað hafa komu sína eru stúlkurnar í Pascal Pinon, Útidúr, Hljómsveitin Ég, Benny Crespo’s Gang, lo-fi dúóið Nolo, weirdcore fánaberinn Futuregrapher og síðast en ekki síðst hávaðarokkararnir í Swords of Chaos.

Það þarf því varla að hafa orð á því, þó við gerum það nú samt, að allt stefnir í glæsilegustu Airwaves hátíð til þessa. Svo verða herlegheitin að mestu haldin í tónleikabákninu Hörpu og ætti það eitt að vera nóg til að æra óstöðugan tónlistarunnandann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.