Streymdu Arctic Monkeys

Breska rokksveitin Arctic Monkeys stefnir að útgáfu sinnar fjórðu breiðskífu, Suck It And See, þann 6.júní nk. og hefur af því tilefni boðið aðdáendum sínum að streyma plötunni án endurgjalds á heimasíðu sinni.

Hljómsveitin, sem stofnuð var í Sheffield á Englandi árið 2002, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið ein stærsta rokksveit Breta undanfarin ár og hrifið hlustendur með sér með slögurum á borð við Crying Lightning, When The Sun Goes Down og nú síðast Don´t Sit Down ´Cause I´ve Moved Your Chair. Þónokkuð er um stefnubreytingar hjá sveitinni og hefur hún nú horfið ögn frá bílskúrslyktandi indie-rokki í dekkri grunn með sækadelískari áhrifum en áður.

Hróarskeldufarar hérlendis eru hvattir til að streyma plötunni og vera vel að sér hvað nýja efni sveitarinnar snertir þegar haldið verður til Danaveldis í sumar þar sem Arctic Monkeys troða upp á Hróarskeldu 2011.

Streymdu Suck It And See HÉR

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.