Vigri sendir frá sér Pink Boats

Hljómsveitin Vigri sendir frá sér sína fyrstu plötu 2. Júní næstkomandi og ber hún nafnið Pink Boats. Meðlimir Vigra sáu sjálfir um upptökur og hljóðblöndun annaðist Birgir Jón Birgisson. Vigri hefur verið starfandi frá árinu 2008 og spilar fallega, tilfinningaríka tónlist með breiðu úrvali hljóðfæra.

Vegna skorts á fjármagni til þess að taka plötuna upp í hljóðveri var brugðið á það ráð að taka hana upp í litlum kirkjum víðsvegar um landið. Upptökur hófust í Flateyjarkirkju í Breiðafirði haustið 2009 og meðferðis var einn hljóðnemi og gömul fartölva. Upphaflega var áætlað að taka plötuna upp á einum mánuði en fljótlega varð verkefnið umfangsmeira og stærra í sniðum.

Hljómsveitin var tilnefnd á ýmsum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í vor fyrir tónlistarmyndband sitt við lagið “Sleep” sem er að finna á umræddri plötu en myndbandið var tekið upp í öskufokinu undir Eyjafjallajökkli.

Ásamt því að hafa spilað mikið á tónleika- og skemmtistöðum Reykjavíkur að undanförnu er sveitin að undirbúa tónleikamynd sem tekin verður upp í sumar.

Hljómsveitina Vigri skipa þeir Hans Pjetursson, Bjarki Pjetursson, Atli Jónasson, Egill Halldórsson og Þórir Bergsson. Hægt verður að nálgast plötuna meðal annars í 12 Tónum, Smekkleysu og Skífunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.