Roskilde 2011: Atmosphere

1.júní er genginn í garð og ekki seinna vænna en að líta aðeins á nokkur áhugaverð bönd sem fram koma á Hróarskelduhátíðinni í ár. Bandaríski dúettinn Atmosphere er fyrstur í röðinni að þessu sinni.

Atmosphere var stofnuð af þeim Sean Daley (Slug) og Anthony Davis (Ant) í Minneapolis í Bandaríkjunum árið 1989. Slug sér um rímurnar á meðan Ant sér um taktana. Sveitin hefur allt frá stofnun verið afar vinsæl og þá einna helst þekkt fyrir drifkraft en sveitin er án efa ein vinsælasta sjálfstæða rappsveit heims. Sendi dúettinn frá sér sína sjöttu breiðskífu, The Family Sign, fyrr á árinu og með sex breiðskífur og yfir tuttugu ár í bransanum heimsækir Atmosphere, Roskilde 2011.

Íslenskir unnendur takta og rímna eru hvattir til að líta við á tónleikum Atmosphere á Hróarskeldu 2011.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.