Roskilde 2011: Destroyer

Allt frá árinu 1996 hefur Destroyer, leidd af Daniel Bejar, sent frá breiðskífu á breiðskífu ofan. Hljómsveitin leikur rafpopp með áhrifum frá 90´s indie risum á borð við Pavement en Bejar lýsir tónlistinni sem evrópskum blús, þrátt fyrir að hljómsveitin eigi rætur sínar að rekja til Kanada.
Destroyer, sem er sjö manna sveit, sendi frá sína níundu breiðskífu í janúar sl. en hún kallast Kaputt. Kaputt hlaut einróma lof gagnrýnenda og fleytir sveitinni vel inn í sumarið og komandi Hróarskelduhátíð.

Rjóminn telur Destroyer verðuga áhorfs og athugunar á Hróarskeldu 2011.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.