Roskilde 2011: John Grant

Fyrrum The Czars (hætt 2004) leiðtoginn og Denver búinn John Grant mun koma fram á komandi Hróarskelduhátíð. Grant sendi frá sér sóló frumburð sinni, The Queen of Denmark, í apríl árið 2010 en það er plötufyrirtækið Bella Union sem gefur kappann út. Félagar Grant úr hljómsveitinni Midlake skreyttu plötuna með hugljúfum harmoníum en lagið Marz var talið eitt það besta árið 2010 í tónlistarheiminum og kveikti vel undir vinsældir John Grant.
Grant, sem er samkynhneigður, lýsir The Queen of Denmark sem uppgjöri við erfiðleika fortíðarinnar þar sem áfengi, eiturlyf og afneitun kynhneigðar sáu til þess að sólin skein ekki eins björt og gengur og gerist.

Rjóminn hvetur lesendur sína til að athuga málin og hlýða á hjartnæmar og ljúfar melodíur John Grant á Hróarskeldu 2011

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.