Roskilde 2011: Kurt Vile & The Violators

Hinn þrítugi Kurt Vile kemur fram á Hróarskeldu 2011 ásamt hljómsveit sinni The Violators. Vile skrifaði undir samning við Matador Records árið 2009 en fyrir það hafði hann gefið út tvær breiðskífur. Annars vegar frumburðinn Constant Hitmaker og hins vegar God Is Saying This To You. Eftir að hafa komist að samkomulagi við Matador, hreif Vile með sér aðdáendur við útgáfu plötunnar Childish Prodigy árið 2009. Tónlistinni er lýst sem blöndu af rótarrokki, lo-fi og indie-rokki og hefur Vile oftar en ekki verið líkt við goðin vestanhafs Bruce Springsteen og Tom Petty.

Vile sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu, Smoke Ring For My Halo, á þessu ári og hafa vinsældir aukist til muna. Vile mun án efa heilla gesti Hróarskeldu að þessu sinni og er Rjóminn sannfærður um að Kurt Vile sé eitthvað til að hlýða á á komandi hátíð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.