Roskilde 2011: Surfer Blood

Ein efnilegasta indie-sveit heims um þessar mundir, Surfer Blood frá Flórída-fylki í Bandaríkjunum, mun stíga á stokk á Hróarskeldu 2011. Surfer Blood sendu frá frumburð sinn, Astro Coast, í janúar 2010 og hefur síðan þá verið dugleg að dreifa boðskapnum. Smáskífan Swim reif vel í indie-hunda heimsins og komst lagið inn á lista yfir bestu lög ársins 2010 og opnaði ansi margar dyr.  
Nýjasta smáskífa sveitarinnar, Floating Vibes, hefur verið að gera það afar gott undanfarið en með aðeins 2 ár í reynslubankanum hyggur sveitin á flotta tónleika á Hróarskeldu 2011. 

Rjóminn hvetur alla unnendur indie-rokksins að hafa upp á þessum ungu piltum á Hróarskeldu 2011.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.