Sumargleði gogoyoko

Fimmtudaginn 9. Júní ætlar gogoyoko að fagna sumrinu með vinum, vandamönnum og aðdáendum síðunnar í garði Hressingarskálans í austurstræti.

Gogoyoko mun leysa gesti sína út með gjöfum, kveikt verður á grillinu og matur og drykkir verða í boði Hressingarskálans á meðan að birgðir endast.

Hljómsveitirnar Agent Fresco og Sudden Weather Change munu leika listir sínar til að ganga úr skugga um að það verði engin fastur í leiðinlegu samtali, og gogoyoko starfsmenn munu taka með sér lífsgleðina til að smita fólk með.

Partýið hefst kl. 8 og svo verður dansað þangað til nóttin er á enda. (Eða eins lengi og veitingaleyfið segir til um öllu heldur.)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.