• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Besta útihátíðin – 5 ný bönd bætast við

  • Birt: 07/06/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Besta Útihátíðin, sem haldin verður á Gaddstaðarflötum, Hellu 8. – 10. júlí, er enn að bæta við dagskrá sína – en það má búast við því að henni verði lokað í næstu viku. Allt stefnir í heljarinnar tónlistarhátíð að erlendri fyrirmynd. Flestar hljómsveitirnar koma fram á Stóra sviðinu (það sama og Björk notaði í Laugardalnum) en hip/hop, elekró og trúbadúrar fá uppreist æru í sérútbúnum tjöldum.

Besta Útihátíðin vill svo bjóða ungum og efnilegum böndum að koma sér á framfæri. Eina sem þær þurfa að gera er að fara á Facebook síðu hátíðarinnar og setja link á síðu þar sem hægt er að hlusta á sýnishorn. Athugið að aðeins er pláss fyrir tvær sveitir.

Fimm nýjar sveitir hafa staðfest komu sína á hátíðina en það eru Valdimar, Agent Fresco, Legend, Berndsen og Vicky.

Legend – Devil in me

Agent Fresco – Acoustic Set at Nordic House (Iceland Airwaves 2010)

Leave a Reply