Roskilde 2011: Battles

New York sveitin Battles vakti gifurlega athygli tónlistarheimsins með frumburði sínum, Mirrored, árið 2007 en sveitin blandar saman ótrúlega mörgum geirum tónlistar í eina væna súpu sem heillar. Leikur sveitin experimental/progressive/math/post rock blöndu og virðist engin höft eiga sér í tilraunastarfsemi sinni. Battles samanstendur af þeim Ian Williams, John Stanier og Dave Konopka og var stofnuð í New York borg árið 2002.

Í dag sendi sveitin frá sér sína aðra breiðskífu, Gloss Drops og virðist ennþá vera að þróa hljóminn sem er bæði áhugavert og skemmtilegt. Rjóminn hvetur alla aðdáendur tilraunakennds og pælingarsprengdu stuði að skoða Battles frá New York á Hróarskeldu 2011.

Takið forskot á sæluna og streymið Gloss Drops með Battles HÉR og skoðið nett myndband við smáskífuna Ice Cream.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.